FLEST FÓTAMEIN MÁ REKJA TIL ÞRENGSLA Í SKÓM OG SOKKUM

ÁBYRGÐIN ER OKKAR!

Margir minnast þess að hafa notað of stuttra og alltof of þrönga skó á sínum ungdómsárum með hörmulegum afleiðingum. Fætur taka breytingum og eru að vaxa hjá flestum fram á fullorðinsár. Það er ein ástæðan fyrir því að við notum ekki sömu skóstærðina það sem eftir er af ævinni. Skónúmera-stærðir eru misjöfn frá framleiðendum og jafnvel frá sama framleiðanda þess vegna megum við ekki fótanna vegna vera með hugann fastan við eina ákveðna skóstærð.

Algengt er að skór sem passa vel fótunum að morgni eru orðnir þröngir er líða tekur á daginn vegna vökva-söfnunar(bjúgur)eða þrota í fótum
Skór sem eru, of þröngir, of stuttir, of háir, of mjóir, of slitnir eða of harðir, skapa heilsutjón sem draga úr lífsgæðum.

  • Skór mega ekki hefta hreyfigetu fótanna
  • Liðamót fótanna eru litl þess vegna viðkvæm fyrir óæskilegu áreiti
  • Liðir geta verið, aumir, skakkir og skemmdir eftir notkun á röngum skóm og þröngum sokkum.
  • Það varðar öryggi og sparnað að vera í góðum skóm sem hæfa fótunum.

Gigt er samheiti margra sjúkdóma sem veldur miklum skaða. Margt fólk með gigt er með illa farna skakka og slitna liði í höndum og fótum oft eru liðir þeirra sársaukafullir og bólgnir. Þegar brjóskið eyðist og slitnar vilja umræddir liðir kreppast oft er líkaminn undirlagður af verkjumk og fólk unir sér ekki hvíldar.

Þeir sem þurfa að gæta sérstaklega að fótum sínum og vera í góðum skóm eru:

  • Fólk með gigt.
  • Fólk með sykursýki,
  • Nýrnaveikir.
  • Fólk með hjarta, lungna og eða æðasjúkdóma.
  • Fólk með húðvandamál.
  • Fólk sem er með heila og eða mænuskaða.
  • Lamað fólk og þeir sem hafa meinsemd út frá frá stoðkerfi.

Algengt er að fólk sem er í eða hefur verið í lyfjameðferð sé ofurviðkvæmt í fótunum.

“Ég var með svo góðar fætur,, er fullyrðing sem flestir fótaaðgerðafræðingar kannast við.

Fótamein eru algengari en marga grunar, hér á eftir verða nokkur þeirra útskýrð

Þegar táliðir kreppast minkar hreyfanleiki tánna og tábergið fellur niður.

Krepptar tær geta orðið stífar í liðunum(hamartær)þá minnkar blóðflæði fram í tær og í táberg
Holdið bólgnar fremst á krepptum tánum og ofan á liðum, eymsli, roði, hörð húð og líkþorn verða til á álagssvæðum.

Þegar tá eða tær fara of langt fram í skóinn verður nöglin eða neglur fyrir endurteknu höggi, blóð kemur undir neglurnar og þær þykkna og gulna og verða illa lyktandi komin er kjöraðstaða fyrir sýkingu.

Sveppir vírusar og bakteríur dafna vel í hita,svita og raka.Örverur setjast oft að undir neglur, milli tána og undir hælana þá harðna þeir og springa.

Ef nögl vex inn í holdið sem oft gerist þegar skórinn kreppir að þá bólgnar holdið í kringum nöglina sem verður mjög aumt og er þá stutt í sýkingu.Oft kemur hörð húð eða líkþorn í naglafalsið.

Táberg fellur niður ef ekki er pláss fyrir fótinn í skónum eða hælarnir eru of háir. Hörð húð kemur undir táberg vegna þrýstings og núnings jafnvel líkþorn myndast eða taug klemmist (mortons).

Ein af orsökum skekkju í stórutá (Halux valgus) er að táin skekkist í grunnliðnum vegna þrengsla inni í skónum. Þegar liðurinn er að skekkist er það sársaukafullt tímabil hjá flestum. Algengt er að verkjum linni þegar táliðurinn er orðinn slitinn og stífur.
Sama ástand gerist við litlu tá (5.tá)
Breiðir fætur þurfa breiða skó.
Fólk með sykursýki verða sérstaklega að gæta að fótum sínum vegna þess hvað taugaboðin niður í fætur eru treg.
Margt fólk finnur ekki fyrir aðskotahlut eða þrengslum inni í skónum vegna skyntruflana frá taugum

Gerið allt til að koma í veg fyrir núningssár

Sár sykursjúkra eru lengi að gróa ef þau þá ná að gróa.

Munið að fólk sem er í eða hefur verið í lyfjameðferð er oft ofurviðkvæmt í fótunum

GOTT FYRIR KROPPINN

BETRI FÆTUR ÚT LÍFIÐ

  • Að meðal maður gengur um það bil 120 þúsund km yfir ævina, sem jafngildir því að ganga þrisvar sinnum umhverfis jörðina.
  • Að ökklar kvenna eru viðkvæmari en ökklar karla. Þess vegna er konum hættara við ökklameiðslum.
  • Að margir finna enn til eymsla fimm árum eftir ökklameiðsl og sumir bera skaða af því ævilangt ef ekkert er gert í því.
  • Að sagt er að 250.000 svitakirtlar séu í fótunum sem gefa frá sér um það bil 2 matskeiðar af úrgangsefnum í formi svita sem verður eftir í sokkum og skóm þeir sem eru undir álagi (stressi)svitna meira.
  • Að rakir fætur af svita innilokaðir lengi í sömu skónum bjóða heim fjörugu lífríki sem getur farið illa með fætur.
    Að fótasveppir, bakteríur og aðrar örverur þrífast vel í hita, raka og svita.
  • Að vera í sömu skónum tvo heila daga í röð eykur hættu á fótameinum. Skórnir þurfa að þorna á milli notkunar.
    Að baðskór verja þig gegn óæskilegu smiti á sund og baðstöðum.
  • Að innleggjum er ætlað að rétta rangstöðu fóta, leiðrétta mislengd, styðja undir táberg og draga úr þreytu.
    Að dempandi innlegg gera mikið ef þarf að létta á stífum vöðvum.
  • Að innlegg þurfa mismikið pláss inni í skónum.
  • Að innlegg þurfa mismikið pláss inni í skónum.
  • Að skoða verður skóna reglulega að utan sem innan og leita eftir ójöfnu, sliti eða aðskotahlut inni í skónum.
  • Að skoða skóna og þreifa þá að innan getur forðað þér frá fótameinum.
  • Að skoða þarf fæturna reglulega berið saman vinstri og hægri fót athuga hvort jafnt hitastig sé á báðum fótum Ef annar fóturinn er heitur, bólgin hvort sem þú finnur fyrir verk eða ekki? Farðu þá STRAX til læknis.
  • Að vera dofin í fætinum þegar þú stígur til jarðar er slysagildra.
  • Að leita verður eftir sprungu á húð, sári á milli tánna, þykkildi eða líkþorni, hita, kulda, doða eða einhverju óvenjulegu. Betra er að nota spegil þú sérð meira.
  • Að góð umhirða á fótum og skóm skilar sér í betri heilsu.
  • Að fótaaðgerðafræðingar eru löggilt heilbrigðisstétt sem hafa sér þekkingu á fótum.

HEILIR FÆTUR ALLT LÍFIÐ

Vitum við í raun hvernig okkar fólki líður? Gefum við okkur tíma til að sinna þörfum þeirra?

Heilsufar eldra fólks getur breyst snögglega þegar komið er á efri ár og ekki geta allir tjáð sig.

Algengt er að fólk feli líðan sína í fótunum fyrir aðstandendum og læknum

Ef fólk er aumt í fótunum reynir það oft að harka af sér rétt á meðan heimsókn stendur yfir til þess eins að hlífa aðstandendum. Sá er heima situr við gluggan og bíður eftir heimsókn

er ekkert vera að kvarta undan líðan sinni í fótunum.

Góðir og vel passandi skór:

Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir hvað slitnir og illa passandi skór geta valdið miklu tjóni.

Þeir geta valið óþægindum fyrir sjúkling og fjölskyldu hans. Það er hættulegt að ganga um á óstöðugum skökkum og skældum fótum. Besta forvörnin eru góðir, stöðugir skór og innlegg ef þarf. Beinbrot hjá fólki með beinþynningu eru lengur að gróa en hjá hinum sem hefa þétt bein.

Hvernig getum við greint fótamein?

  • Við sjáum hvort fótunum sé beitt rangt og hvort skjólstæðingur eigi jafnvel erfitt með að stíga niður fæti.
  • Verkir eru til staðar í fótunum þegar skjólstæðingur er spurður.
  • Verkir sem leiða upp í bak, mjóbak, mjaðmir, hné, kálfa og ökkla koma oft frá fótum.
  • Neglur þykkna og jafnvel gulna.
  • Vanhirtar neglur eru skaðlegar og jafnvel skera sig niður í holdið og særa.
  • Mikil vanlíðan fylgir inn og niðurgrónum nöglum.
  • Ef tærnar eru krepptar í liðunum er blóðflæðið í tánum ekki næjanlegt, en þá er stutt i eymsli og sár. Oft fylgir aumt og niður fallið táberg.
  • Líkþorn og þykkildi eru vart umflúin á álagsstöðum ef ekkert er að gert.
  • Skjólstæðingur er oft dapur og vill bara vera heima.
  • Fjölskyldan veltir fyrir sér félagslegri einangrun.
  • Spurðu skjólstæðing þinn um líðan í fótunum?
  • Fáðu að skoða fæturna.
  • Tryggðu þínum ættingja eða vini viðeigandi meðferð hjá fótaaðgerðafræðingi eða lækni.

RÉTT VAL Á SKÓM HEFUR MIKIL ÁHRIF Á HEILSU OG VELLÍÐAN

Auðvelt er að aflaga fætur sem í eru 26 smá bein sem lítil liðamót tengja saman ásamt liðböndum og sinum.Algengustu fótamein verða til þegar hreyfigetu fótanna er takmörkuð með  illa passandi skóm og skóm sem eru orðnir skakkir og skældir.Slæmt er fyrir stoðkerfið þegar þörf er á að rétta rangstöðu fótanna annað hvort með stífum hælkappa, innleggjum eða spelkum  og því ekki sinnt.

  • Góða skó þarf að velja eftir lengd og lögun fótarins
  • Hæfilega langa og breiða skó fyrir þá fætur sem eiga að bera þá
  • Með rúmum tákappa svo hægt sé að hreyfa tærnar
  • Stuðningur um hælinn er alltaf öruggari.Hælstuðningur stuðlar að réttri beitingu fótanna
  • Rétt innlegg og sveigjanlegir sólar hafa áhrif á táberg, iljar,ristar,hæla, ökkla, hné, mjaðmir, mjóbak, háls og höfuð
  • Reimaðir skór og skór með riflás haldast betur á fótum og gefa möguleika á auknu rými ef fæturnir þrútna
  • Fullorðnir þurfa allt að 10 mm lengri skó en stærð fótarins er
  • Barnskór þurfa að hafa 10-15 mm meira rýmri en fæturnir svo þeir séu þægilegir fyrir barnið og gefi gott vaxtarrými
  • Annar fóturinn er oftast aðeins stærri en hinn mátið alltaf báða skóna og veljið þá eftir stærri fætinum.
  • Munið að máta skóna í viðeigandi sokkum
  • Marðar neglur koma við högg eða þegar við göngum fram í skóna þess vegna er mikilvægt að reima skóna rétt þegar farið er í þá(stíga fast í hælinn spenna ristina upp og reima)þá fæst betri ökklastuðningur og fóturinn situr betur í skónum
  • Mar eða dautt blóð undir nögl er ávísun á sveppagróður og fjörugt lífríki á fótunum og inni í skónum
  • Tíð skóskipti draga úr þreytu og minnka líkur á,harðri húð og líkþornum
  • Skórnir endast betur ef þeir ná að þorna vel og anda á milli notkunar.Þess vegna þurfum við að eiga skó til skiptana.
  • Rangt val á skóm er aðal orsök fótameina sömuleiðis ef skórnir eru of slitnir, stuttir, þröngir, harðir, háir og of mjóir.