Margir minnast þess að hafa notað of stuttra og alltof of þrönga skó á sínum ungdómsárum með hörmulegum afleiðingum. Fætur taka breytingum og eru að vaxa hjá flestum fram á fullorðinsár. Það er ein ástæðan fyrir því að við notum ekki sömu skóstærðina það sem eftir er af ævinni. Skónúmera-stærðir eru misjöfn frá framleiðendum og jafnvel frá sama framleiðanda þess vegna megum við ekki fótanna vegna vera með hugann fastan við eina ákveðna skóstærð.
Algengt er að skór sem passa vel fótunum að morgni eru orðnir þröngir er líða tekur á daginn vegna vökva-söfnunar(bjúgur)eða þrota í fótum
Skór sem eru, of þröngir, of stuttir, of háir, of mjóir, of slitnir eða of harðir, skapa heilsutjón sem draga úr lífsgæðum.
Gigt er samheiti margra sjúkdóma sem veldur miklum skaða. Margt fólk með gigt er með illa farna skakka og slitna liði í höndum og fótum oft eru liðir þeirra sársaukafullir og bólgnir. Þegar brjóskið eyðist og slitnar vilja umræddir liðir kreppast oft er líkaminn undirlagður af verkjumk og fólk unir sér ekki hvíldar.
Þeir sem þurfa að gæta sérstaklega að fótum sínum og vera í góðum skóm eru:
Algengt er að fólk sem er í eða hefur verið í lyfjameðferð sé ofurviðkvæmt í fótunum.
“Ég var með svo góðar fætur,, er fullyrðing sem flestir fótaaðgerðafræðingar kannast við.
Fótamein eru algengari en marga grunar, hér á eftir verða nokkur þeirra útskýrð
Þegar táliðir kreppast minkar hreyfanleiki tánna og tábergið fellur niður.
Krepptar tær geta orðið stífar í liðunum(hamartær)þá minnkar blóðflæði fram í tær og í táberg
Holdið bólgnar fremst á krepptum tánum og ofan á liðum, eymsli, roði, hörð húð og líkþorn verða til á álagssvæðum.
Þegar tá eða tær fara of langt fram í skóinn verður nöglin eða neglur fyrir endurteknu höggi, blóð kemur undir neglurnar og þær þykkna og gulna og verða illa lyktandi komin er kjöraðstaða fyrir sýkingu.
Sveppir vírusar og bakteríur dafna vel í hita,svita og raka.Örverur setjast oft að undir neglur, milli tána og undir hælana þá harðna þeir og springa.
Ef nögl vex inn í holdið sem oft gerist þegar skórinn kreppir að þá bólgnar holdið í kringum nöglina sem verður mjög aumt og er þá stutt í sýkingu.Oft kemur hörð húð eða líkþorn í naglafalsið.
Táberg fellur niður ef ekki er pláss fyrir fótinn í skónum eða hælarnir eru of háir. Hörð húð kemur undir táberg vegna þrýstings og núnings jafnvel líkþorn myndast eða taug klemmist (mortons).
Ein af orsökum skekkju í stórutá (Halux valgus) er að táin skekkist í grunnliðnum vegna þrengsla inni í skónum. Þegar liðurinn er að skekkist er það sársaukafullt tímabil hjá flestum. Algengt er að verkjum linni þegar táliðurinn er orðinn slitinn og stífur.
Sama ástand gerist við litlu tá (5.tá)
Breiðir fætur þurfa breiða skó.
Fólk með sykursýki verða sérstaklega að gæta að fótum sínum vegna þess hvað taugaboðin niður í fætur eru treg.
Margt fólk finnur ekki fyrir aðskotahlut eða þrengslum inni í skónum vegna skyntruflana frá taugum
Gerið allt til að koma í veg fyrir núningssár
Sár sykursjúkra eru lengi að gróa ef þau þá ná að gróa.
Munið að fólk sem er í eða hefur verið í lyfjameðferð er oft ofurviðkvæmt í fótunum
Vitum við í raun hvernig okkar fólki líður? Gefum við okkur tíma til að sinna þörfum þeirra?
Heilsufar eldra fólks getur breyst snögglega þegar komið er á efri ár og ekki geta allir tjáð sig.
Algengt er að fólk feli líðan sína í fótunum fyrir aðstandendum og læknum
Ef fólk er aumt í fótunum reynir það oft að harka af sér rétt á meðan heimsókn stendur yfir til þess eins að hlífa aðstandendum. Sá er heima situr við gluggan og bíður eftir heimsókn
er ekkert vera að kvarta undan líðan sinni í fótunum.
Góðir og vel passandi skór:
Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir hvað slitnir og illa passandi skór geta valdið miklu tjóni.
Þeir geta valið óþægindum fyrir sjúkling og fjölskyldu hans. Það er hættulegt að ganga um á óstöðugum skökkum og skældum fótum. Besta forvörnin eru góðir, stöðugir skór og innlegg ef þarf. Beinbrot hjá fólki með beinþynningu eru lengur að gróa en hjá hinum sem hefa þétt bein.
Hvernig getum við greint fótamein?
Auðvelt er að aflaga fætur sem í eru 26 smá bein sem lítil liðamót tengja saman ásamt liðböndum og sinum.Algengustu fótamein verða til þegar hreyfigetu fótanna er takmörkuð með illa passandi skóm og skóm sem eru orðnir skakkir og skældir.Slæmt er fyrir stoðkerfið þegar þörf er á að rétta rangstöðu fótanna annað hvort með stífum hælkappa, innleggjum eða spelkum og því ekki sinnt.
© 2024 | Uppsetning & hönnun: www.vefhjalp.is